Páll Theódórsson Eldhugi Kópavogs 2009

Páll Theódórsson er fæddur í Reykjavík árið 1928.
Páll Theódórsson er fæddur í Reykjavík árið 1928.

Rótaryklúbbur Kópavogs hefur útnefnt Pál Theódórsson, sem er á níræðisaldri, Eldhuga Kópavogs 2009. Fram kemur í tilkynningu að Páll eigi hugsanlega eftir að sýna fram á að saga byggðar á Íslandi sé um 150 árum lengri en tímatal Ara Fróða segi.

Þá segir að aldursgreiningar með kolefni-14 aðferðinni á sýnum frá umfangsmiklum fornleifarannsóknum í Kvosinni og á Heimaey fyrir rúmum 30 árum hafi gefið sterka vísbendingu í þessa átt. Niðurstöðunum hafi hins vegar verið algjörlega hafnað af íslenskum fornleifafræðingum og sagnfræðingum.

Einnig kemur fram að Páll telji, eftir að hafa skoðið málið vandlega, að tímatal Ara, sem var skráð um 250 árum eftir landnám Ingólfs, geti ekki ómerkt niðurstöður vísindalegra mælinga, þetta þurfi því að sannreyna með fleiri og nákvæmari aldursgreiningum. Þetta hefur Páll gert að öðru meginverkefni sínu eftir að hann fór á eftirlaun.

Páll Theodórsson er 13. einstaklingurinn sem hlýtur þessa viðurkenningu Rótarýklúbbs Kópavogs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert