Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína. Þá var maðurinn sviptur ökuréttindum í ár fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.
Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða konunni 150 þúsund krónur í bætur. og sviptur ökuréttindum í ár fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.
Maðurinn var ákærður fyrir að slá konuna með hnefanum í andlitið í apríl í fyrra og ráðast aftur á konuna síðar sama dag og taka hana m.a. hálstaki og keyra hana upp að vegg. Maðurinn var sýknaður af fyrra ákæruatriðinu en sakefelldur fyrir það síðara. Fram kemur í dómnum að konan hlaut ekki alvarlega áverka.
Maðurinn hefur ítrekað fengið dóma fyrir ýmis afbrot. Fram kemur í dómnum að bæði hann og konan neyttu fíkniefna daginn sem árásin var gerð.