Samkomulag um að ljúka stjórnlagaumræðu

Umræða um frumvarpið til stjórnskipulaga hófst að nýju á Alþingi eftir hádegi. Samkomulag hefur nást milli flokka um að ljúka 1. umræðu um frumvarpið fyrir kl 16 í dag. Hart er deilt um efni þess og vinnubrögð við umræðurnar.

Umræða um frumvarpið stóð yfir fram undir miðnætti í gærkvöldi en þá náðist samkomulag um að fresta fundi og ljúka umræðunni eftir hádegi í dag. Við upphaf þingfundar klukkan hálf tvö leit þó út fyrr að samkomulagið heyrði sögunni til þegar þingmenn Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu harðlega að forsætisráðherra væri ekki við umræðuna°. Kröfuðust þeir þess að umræðunni yrði frestað nema forsætisráðherra kæmi til þingfundar. Þingmenn sem styðja frumvarpið gagnrýndu sjálfstæðismenn og sökuðu þá um sýndarmennsku.

Þingfundi var frestað um stund á meðan beðið var eftir forsætisráðherra en því næst hófst umræðan um frumvarpið á nýjan leik. Eru andsvör ekki heimil skv. samkomulaginu um tilhögun umræðunnar.

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, hóf umræðuna og gagnrýndi harðlega hvernig ríkisstjórnin stæði að málinu. „Vinnubrögðin eru fyrir neðan allar hellur,“ sagði Geir. Ellefu þingmenn eru á mælendaskránni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert