Seðlabanki Íslands boðar til fundar með blaða- og fréttamönnum í dag kl. 14 í fundarsalnum Sölvhóli, Seðlabanka Íslands. Á fundinum fer fram kynning á efni skýrslu er varðar áhrif fjármálakreppu á efnahag heimila. Um bráðabirgðaniðurstöður er að ræða.
Starfshópur Seðlabanka Íslands hefur unnið skýrsluna. Efni skýrslunnar byggir á gagnagrunni með fjárhagslegum upplýsingum um heimili sem Seðlabanki Íslands aflað í samstarfi við fjármálafyrirtæki á grundvelli leyfis Persónuverndar. Fleiri niðurstöður verða birtar síðar, að því er segir í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands.