Staðan verri ef lífeyrissjóðslán væru með

mbl.is

Ljóst er að fleiri heimili væru með neikvæða eiginfjárstöðu ef lífeyrissjóðslán væri tekin með í útreikninga sem starfshópur Seðlabanka Íslands kynnti í dag. Tæplega 20% heimila eru þegar komin í neikvæða eiginfjárstöðu og 22% eru með afar takmarkaða jákvæða eiginfjárstöðu, samkvæmt skýrslunni sem var kynnt á blaðamannafundi í dag.

Auk þess er fasteignamatið sem reiknað er með í skýrslunni frá síðustu áramótum og því ljóst að margir þeirra sem eru í slæmri stöðu geta ekki fengið það verð fyrir fasteignir sínar sem þeir keyptu á.

Fram kom á fundinum að flest heimili á Íslandi séu hins vegar í þeirri stöðu að geta bjargað sér sjálf en ljóst sé að þjóðin muni eyða mun meira í greiðslubyrði af lánum en hún hefur áður þurft að gera. Ekki er hægt að segja um það á þessu stigi hversu margir munu þola áfallið.

Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur Seðlabanka Íslands kynnti skýrsluna fyrir blaðamönnum og sagði hann að greiningin muni gera kleift að bera saman landshluta en örfáar vikur eru þangað til næstu tölur munu birtast.

Skýrslan sem kynnt var fyrir blaðamönnum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert