„Taldi mig hafa þekkingu og reynslu“

Gunnar Páll Pálsson
Gunnar Páll Pálsson mbl.is

Gunn­ar Páll Páls­son, frá­far­andi formaður VR, seg­ir úr­slit for­manns­kosn­ing­anna í dag vissu­lega von­brigði en niðurstaðan sé hins­veg­ar skýr. „Ég hafði enga til­finn­ingu fyr­ir því, þótt ég hafi verið vongóður,“ seg­ir Gunn­ar Páll aðspurður hvort hann hafi skynjað í hvað stefndi á meðan kosn­inga­bar­átt­unni stóð.

„Það er ljóst að í kjöl­far gagn­rýni á mig eft­ir fall bank­anna í haust að það hef­ur vegið þungt og það val mitt að axla ábyrgð og stytta kjör­tíma­bil mitt skil­ar þess­ari niður­stöðu, svo maður verður bara að una henni,“ seg­ir Gunn­ar Páll, en efnt var til kosn­ing­anna í kjöl­far mik­ill­ar óánægju meðal fé­lags­manna eft­ir að í ljós kom að hann sat í lána­nefnd gamla Kaupþings þar sem ýms­ar um­deild­ar ákv­arðanir voru tekn­ar áður en bank­inn var þjóðnýtt­ur.

Gunn­ar Páll seg­ir að kosn­inga­bar­átt­an hafi verið hörð og hon­um hafi á stund­um þótt veist harka­lega að sinni per­sónu. „Mér fannst það, það féllu þung orð og allt sem maður hef­ur gert var gert tor­tryggi­legt. En ég vona bara að þeir sem taki við gangi vel að vinna að hags­mun­um fé­lags­manna VR,“ seg­ir Gunn­ar Páll og ját­ar að það sé von­brigði að geta ekki tekið þátt í þeim miklu áskor­un­um sem nú eru framund­an. „Ég taldi mig hafa þekk­ingu og reynslu til að verða að liði í þeirri bar­áttu, en það er greini­lega ekki eft­ir­spurn eft­ir þeim starfs­kröft­um.“ 

Nýr formaður VR, Krist­inn Örn Jó­hann­es­son, tek­ur við á aðal­fundi fé­lags­ins þann 2. apríl næst­kom­andi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert