Fréttaskýring: Þurfa að laga sig að sumarlokun leikskóla

mbl.is/Ómar

Marg­ir leik­skól­ar í höfuðborg­inni verða lokaðir í fjór­ar vik­ur í sum­ar. Al­geng­ast er að þeir séu lokaðir frá 13. júlí til 10. ág­úst. Er til­gang­ur­inn sá meðal ann­ars að ná fram sparnaði með því að ráða færra fólk í sum­araf­leys­ing­ar en venju­lega. Engu að síður þarf að ráða nokk­urn fjölda sum­ar­starfs­manna, því starfs­menn leik­skól­anna eiga rétt á 5-6 vikna sum­ar­leyfi.

Nokk­urr­ar óánægju gæt­ir meðal for­eldra vegna þessa, enda eru ekki all­ir for­eldr­ar svo heppn­ir að fá sum­ar­frí á sama tíma og leik­skól­ar barn­anna eru lokaðir.

Í bréfi, sem for­eldri skrifaði til borg­ar­inn­ar vegna sum­ar­lok­ana, seg­ir að það að loka leik­skóla barns­ins í fjór­ar vik­ur sam­fleytt sé enn eitt skrefið aft­urá­bak í þjón­ustu leik­skól­anna, ekki síst á þeim tím­um sem nú eru í þjóðfé­lag­inu.

At­vinnu­rek­end­ur spara

„Fæst fyr­ir­tæki í land­inu geta leyft sér að loka sis­vona og skrúfa þar með fyr­ir þjón­ustu sína í mánuð af ár­inu. Má bú­ast við því að fólki verði nú sett­ar þrengri skorður en áður í því hvenær því gefst kost­ur á að taka sum­ar­leyfi sitt frá vinnustað – því líkt og Leik­skól­ar Reykja­vík­ur leit­ast at­vinnu­veit­end­ur við að spara eins og kost­ur er í ráðningu sum­ar­starfs­fólks. Mun­ur­inn er hins veg­ar sá að Leik­skól­ar Reykja­vík­ur eru op­in­ber þjón­ustu­stofn­un, sem hef­ur það hlut­verk að þjón­usta fjöl­skyld­ur borg­ar­inn­ar, og nýta til þess út­svar­s­tekj­ur sem þess­ar sömu fjöl­skyld­ur greiða í borg­ar­sjóð,“ seg­ir í bréf­inu, sem vænt­an­lega end­ur­spegl­ar skoðanir fleiri for­eldra í borg­inni.

Ragn­hild­ur Erla Bjarna­dótt­ir, sviðsstjóri leik­skóla­sviðs, seg­ir að flest­um leik­skól­um Reykja­vík­ur­borg­ar sé lokað ým­ist í tvær eða fjór­ar vik­ur vegna sum­ar­leyfa. Engu að síður verði lögð áhersla á að veita börn­um og for­eldr­um þeirra sem besta þjón­ustu. Liður í því sé að bjóða þeim for­eldr­um sem ekki geta tekið sum­ar­leyfi á sama tíma og börn sín upp á þann mögu­leika að vista börn­in tíma­bundið í þeim leik­skól­um sem hafa opið í allt sum­ar. Ragn­hild­ur seg­ir að starfs­menn leik­skól­anna og ráðgjaf­ar á aðalskrif­stofu muni leggja kapp á að sú ráðstöf­un gangi snurðulaust og hvet­ur for­eldra til að snúa sér til þeirra ef vanda­mál koma upp.

Sum­ar­lok­un tal­in æski­leg

Ragn­hild­ur seg­ir að það sé skoðun lang­flestra leik­skóla­stjóra að sum­ar­lok­un leik­skóla sé æski­leg. Með því skap­ist m.a. skýr skil á milli leik­skóla­ára, starfið verði mark­viss­ara og alltaf séu reynd­ir starfs­menn á staðnum. Þá séu vin­ir barn­anna í leik­skól­an­um í fríi á sama tíma.

„Ekki þarf að fara mörg­um orðum um það hve mjög aðstæður í þjóðfé­lag­inu hafa breyst á und­an­förn­um mánuðum. Gæta þarf aðhalds í öll­um rekstri borg­ar­inn­ar og eru leik­skól­arn­ir þar eng­in und­an­tekn­ing,“ seg­ir Ragn­hild­ur Erla.

Að sögn Vil­hjálms Eg­ils­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, hafa kvart­an­ir vegna lok­ana leik­skóla ekki komið inn á borð sam­tak­anna, enn sem komið er að minnsta kosti. Sam­tök­in leggi áherslu á að sveit­ar­stjórn­ir bjóði upp á úrræði fyr­ir for­eldr­ana svo lok­an­irn­ar þurfi ekki að hafa áhrif á rekst­ur fyr­ir­tækja í land­inu.

ÓÞÆGINDI LÍTIL

Í ljósi þess lét Reykja­vík­ur­borg fram­kvæma rann­sókn haustið 2004 á af­stöðu for­eldra til sum­ar­lok­ana í leik­skól­um borg­ar­inn­ar og var hún unn­in af Gallup.

Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar sýndu meðal ann­ars að 75,8% for­eldra töldu að lok­un leik­skól­ans hefði valdið litl­um eða eng­um óþæg­ind­um, 69% for­eldra töldu að mjög eða frek­ar auðvelt hefði verið að fá sum­ar­leyfi á sama tíma og barnið. Um 94% barna dvöldu hjá for­eldr­um eða for­ráðamönn­um sín­um þann tíma sem leik­skól­inn var lokaður, að því er fram kom í könn­un­inni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert