Fyrrum vistmenn í Breiðavík beðnir afsökunar

Breiðavík.
Breiðavík. mbl.is/Ómar

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, bað í dag fyrr­um vist­menn í Breiðavík­ur­heim­il­inu og fjöl­skyld­ur þeirra af­sök­un­ar fyr­ir hönd ís­lenskra stjórn­valda og ís­lensku þjóðar­inn­ar á þeirri ómannúðlegu meðferð, sem vist­menn­irn­ir voru látn­ir sæta. 

Jó­hanna bað jafn­framt alla þá af­sök­un­ar, sem hefðu verið vistaðir á öðrum stofn­un­um eða heim­il­um á veg­um op­in­berra aðila, og sætt þar illri meðferð og of­beld.

Jó­hanna gaf þessa yf­ir­lýs­ingu í fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag eft­ir að Helgi Hjörv­ar, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði um málið. Hún sagði, að ekki væri hægt að ætl­ast til að slík fyr­ir­gefn­in væri veitt nema þessi kafli í sögu ís­lenskra barna­vernd­ar­mála verði gerður upp. Haf­ist hefði verið handa við það verk í tíð síðustu rík­is­stjórn­ar. Þá væri jafn­framt haf­in könn­un á meðferð barna og ung­linga á mörg­um vistheim­il­um og væri skýrsla vænt­an­leg í júní.

Jó­hanna sagði, að hug­mynd­ir hefðu verið sett­ar fram um bóta­greiðslur til fyrr­um vist­manna í Breiðavík, sem Breiðavík­ur­sam­tök­in hefðu gert mikl­ar at­huga­semd­ir við. Fund­ir hefðu verið haldn­ir milli emb­ætt­is­manna for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins og full­trúa sam­tak­anna um málið. 

„Við skuld­um þeim aðilum, að niðurstaðan um bóta­greiðslurn­ar verði gerð í bæri­legri sátt við þessi sam­tök," sagði Jó­hanna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert