Atlantsolía lækkar verð á dísilolíu

Atlantsolía
Atlantsolía

Atlantsolía lækkar verð á dísil um 2 krónur lítrann í dag. Eftir verðlækkun kostar lítrinn 150,60 krónur og hefur því lækkað um 12 krónur frá áramótum. Það er styrking krónunnar sem vegur þyngst í verðlækkuninni að þessu sinni, samkvæmt upplýsingum frá Atlantsolíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert