Braut gegn samningi með störfum fyrir samkeppnisaðila

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstirétt­ur hef­ur dæmt karl­mann til að greiða fyrr­ver­andi vinnu­veit­anda sín­um 500 þúsund krón­ur vegna brots á ráðning­ar­samn­ingi. Í samn­ing­un­um sagði að mann­in­um væri ekki heim­ilt að ráða sig til sam­keppn­isaðila í tvö ár eft­ir starfs­lok. Hann hafði hins veg­ar ráðið sig til sam­keppn­isaðila þrem­ur mánuðum eft­ir starfs­lok.

Hæstirétt­ur sagði í dómi sín­um að ákvæði ráðning­ar­samn­ings­ins hefði ekki verið víðtæk­ara en nauðsyn­legt hafi verið til að varna sam­keppni auk þess sem gild­is­tími þess hafi verið hæfi­leg­ur. Þá væri ekki hægt að líta svo á að það hafi skert at­vinnu­frelsi manns­ins með ósann­gjörn­um hætti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert