Hæstiréttur hefur dæmt karlmann til að greiða fyrrverandi vinnuveitanda sínum 500 þúsund krónur vegna brots á ráðningarsamningi. Í samningunum sagði að manninum væri ekki heimilt að ráða sig til samkeppnisaðila í tvö ár eftir starfslok. Hann hafði hins vegar ráðið sig til samkeppnisaðila þremur mánuðum eftir starfslok.
Hæstiréttur sagði í dómi sínum að ákvæði ráðningarsamningsins hefði ekki verið víðtækara en nauðsynlegt hafi verið til að varna samkeppni auk þess sem gildistími þess hafi verið hæfilegur. Þá væri ekki hægt að líta svo á að það hafi skert atvinnufrelsi mannsins með ósanngjörnum hætti.