Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að þau sambönd sem Gæslan hafi komið sér upp við erlenda sjóheri í tengslum við leit og björgun á hafinu í kringum Ísland séu í uppnámi sökum þess að íslensk stjórnvöld hafi látið þau boð út ganga að Varnarmálastofnun sé fulltrúi landsins gagnvart öllum erlendum hernaðaryfirvöldum. Nú sé nánasti og mikilvægasti samstarfsaðili Gæslunnar, danski sjóherinn, orðinn hikandi við að eiga í beinum, milliliðalausum samskiptum við Landhelgisgæsluna og það valdi miklum áhyggjum.
Georg bendir á að herir fari eftir stífum samskiptareglum. Þau sambönd sem Gæslan hafi komið sér upp við erlenda heri, jafnvel með formlegum samningum, séu í mikilli hættu.
Georg tekur fram að samskiptin við Varnarmálastofnun séu góð en skipulag þessara mála sé „algalið“.