N1 lækkar í dag verð á bensíni og dísilolíu. Lítrinn af bensíni lækkar um 1,50 krónur og lítrinn af dísilolíu um kr. 2,70. Ástæða lækkunarinnar er styrking krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar og lækkandi heimsmarkaðsverð, að því er segir í tilkynningu.
Í morgun tilkynnti Atlantsolía um tveggja króna verðlækkun á dísillítranum.