Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir það mikil vonbrigði hvernig Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, talar um áhrif stóriðjuframkvæmda á Suðurnesjum og Suðurlandi. Segir hún að Norðurál hafi verið reiðubúið til þess að fjárfesta fyrir tugi milljarða á Íslandi og fáir aðrir hafi sýnt því áhuga á að fjárfesta hér.
Segir Eygló það vekja furðu hvernig þingmaðurinn talar á þeim tíma sem atvinnuleysi er í sögulegu hámarki.
Vísar Eygló þar til ummæla Álfheiðar á þingi í gær þar sem hún segist efast um að framkvæmdir í Helguvík skili jafnmörgum störfum og látið er.