Fjölmargir standa vel

Gylfi Magnússon.
Gylfi Magnússon. mbl.is/Golli

„Það má segja að þetta sé slæmt en þó skárra en ég átti von á,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Seðlabanki Íslands greindi í gær frá því að einungis 3% heimila væru með húsnæðislán í erlendri mynt, um 8% með lán í innlendri og erlendri mynt, en tæp 90% heimila hefðu sín húsnæðislán eingöngu í krónum. Um helmingur þeirra hefði eiginfjárstöðu sem væri jákvæð um tíu milljónir króna eða meira og að um 80% heimila greiddu minna en 150.000 kr. í húsnæðisafborganir á mánuði.

Aldrei hægt að hjálpa öllum

„Það kom á óvart að þrátt fyrir allt er mjög stór hluti heimila sem virðist ekki vera í neinum vandræðum, hvorki með eigið fé né að standa í skilum. Það er auðvitað ánægjulegt þótt það dragi ekkert úr vanda þeirra sem eru í hinum hópunum,“ segir Gylfi. Tölurnar muni hjálpa til við að kortleggja vanda skuldugra. Það sé mjög mikilvægt því ómögulegt sé að hjálpa öllum. Sé það reynt þurfi á endanum að senda öllum jafnháan reikning fyrir það. „Með því að beina kröftunum beint að þeim sem helst þurfa aðstoð, hvort sem það er vegna þess að lánin þeirra hafa hækkað mest, eða af því að tekjur þeirra hafa dregist mest saman, þá nýtum við sem best það svigrúm sem við höfum. Það er lykillinn að því að ná árangri.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert