Miðað við bráðabirgðaupplýsingar sem Reykjavíkurborg fékk frá Þjóðskrá þarf ekki að færa kjördæmamörkin milli Reykjavíkurkjördæmanna tveggja fyrir komandi alþingiskosningar. Skiptingin verður því líklega sú sama og síðast.
Reykjavík er eina sveitarfélag landsins sem skipt er á milli tveggja kjördæma, þ.e. Reykjavíkur norður og Reykjavíkur suður. Skiptingin var lögfest með kjördæmabreytingunum árið 2000 en í greinargerð með frumvarpinu sagði að „óhjákvæmilegt“ væri að skipta Reykjavíkurkjördæmi í tvennt til að fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi gæti verið sem jafnastur.
Þessi skipting mætti töluverðri andspyrnu meðal Reykvíkinga, m.a. sá borgarráð tvívegis ástæðu til að mótmæla skiptingunni, fyrst árið 1999 og aftur árið 2000.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.