Hækkun vaxtabóta kostar tvo milljarða

Ríkisstjórnin samþykkti á þriðjudag að hámarksupphæð greiddra vaxtabóta og viðmiðunarfjárhæð …
Ríkisstjórnin samþykkti á þriðjudag að hámarksupphæð greiddra vaxtabóta og viðmiðunarfjárhæð vaxtabóta verði hækkuð um 25%. Kostnaðaraukinn veðrur um 2 milljarðar króna á þessu ári. mbl.is/Árni Sæberg

Útgjöld ríkissjóðs vegna vaxtabóta á þessu ári hækka um rúma 2 milljarða króna frá því sem áður var gert ráð fyrir.

Frumvarp fjármálaráðherra um hækkun vaxtabóta var lagt fram á Alþingi í gærkvöld. Samkvæmt því er lagt til að viðmiðunarfjárhæðum vaxtabóta á árinu 2009 vegna tekna og eigna ársins 2008 verði breytt og þær hækkaðar.

Vegna breytinga á gengi og aukinnar verðbólgu eftir hrun bankakerfisins og þess efnahagsvanda sem í kjölfarið hefur komið, hefur vaxtabyrði heimilanna vaxið gríðarlega. Um er að ræða tímabundna aðgerð sem ætlað er að létta undir með heimilum landsins við álagningu á þessu ári.

Frumvarpið gerir ráð fyrir að hámarksupphæð greiddra vaxta, svo og vaxtabótanna, sjálfra hækki um 25%, til viðbótar við 5,7% sem gert var ráð fyrir í forsendum fjárlaga 2009, eða samtals um 32% frá því sem gilti við síðustu álagningu á árinu 2008. Ekki er gert ráð fyrir öðrum breytingum á útreikningi vaxtabóta.

Verði frumvarpið óbreytt að lögum er gert ráð fyrir því að útgjöld ríkissjóðs vegna vaxtabóta á þessu ári hækki um rúma 2 milljarða króna. Ekki er gert ráð fyrir þessum aukaútgjöldum í fjárlögum fyrir árið 2009.

Frumvarp fjármálaráðherra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert