Innheimta þóknun af útgreiðslu sparnaðar

Kaupþing og Almenni lífeyrissjóðurinn ætla að innheimta þóknun fyrir að greiða út hluta af séreignarsparnaði. Drög að reglugerð fjármálaráðuneytisins heimilar þóknun sem nemur allt að 1% af þeirri upphæð sem tekin er út. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Almenni lífeyrissjóðurinn, sem rekinn er af eignastýringu Íslandsbanka, ætlar að taka 0,5% þóknun. Í tilkynningu frá þeim kemur fram að þetta sé gert til að standa straum af kostnaði vegna útgreiðslna. Ef tekin er út milljón þýðir þetta fimm þúsund krónur í þóknun, sem þýðir að milljónin er orðin að 620.000 krónum eftir að greiddir hafa verið skattar af upphæðinni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert