Mat Landsbankans of bjartsýnt?

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sagði á Alþingi í dag að ekki væru all­ir jafn bjart­sýn­ir og skila­nefnd Lands­bank­ans á hve mikl­ar eign­ir Lands­bank­ans í Bretlandi verði end­ur­heimt­ar. Viðræður við bresk stjórn­völd um upp­gjör Ices­a­ve-ábyrgðanna munu vænt­an­lega hefjast síðar í þess­um mánuði.

Þing­menn ræddu utan dag­skrár í dag um hags­muni Íslands vegna Ices­a­ve ábyrgðanna að ósk Si­vj­ar Friðleifs­dótt­ur, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks. Siv sagði m.a. að mis­vís­andi töl­ur hefðu komið fram um þess­ar ábyrgðir og spurði Stein­grím hverj­ar þær væru í raun.

Stein­grím­ur sagði, að þær ábyrgðir, sem Ísland þyrfti að axla vegna Ices­a­ve-reikn­inga Lands­bank­ans í Bretlandi og Hollandi séu um 600 millj­arðar króna á nú­ver­andi gengi. Upp í þetta kunni að end­ur­heimt­ast eign­ir Lands­bank­ans í Bretlandi, ef þær verða losaðar eft­ir 3-5 ár þannig að eft­ir standi 70-75 millj­arða skuld­bind­ing, að mati skila­nefnd­ar Lands­bank­ans. Stein­grím­ur sagði að ekki væru þó all­ir jafn bjart­sýn­ir á þetta mat og það væri háð mik­illi óvissu.

Stein­grím­ur sagði, að því miður lægi fyr­ir, að tengsl væru milli þessa máls og áætl­un­ar­inn­ar hjá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum og einnig væru tengsl milli þessa máls og samn­ing­um Íslend­inga við Norður­lönd og önn­ur lönd um gjald­eyr­is­lán. Því yrðu Íslend­ing­ar að ná sam­komu­lagi um þetta upp­gjör en hins veg­ar væri ljóst, að ekki yrði skrifað und­ir hvað sem er.

Siv og fleiri þing­menn lýstu þeirri skoðun, að betra væri að flýta sér hægt í samn­ingaviðræðunum og sögðu að tím­inn ynni með Íslend­ing­um. Stein­grím­ur sagði, að þrýst­ing­ur væri á Íslend­ing­um að þessu máli væri hraðað og miðað hefði verið við, þegar gert var sam­komu­lag um málsmeðferðina, að samn­ingaviðræðum yrði lokið inn­an 6 mánaða. Hins veg­ar þekktu viðsemj­end­ur Íslands hver staðan væri hér á landi og hvað hefði gerst á síðustu vik­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert