„Ótrúlegt ábyrgðarleysi“

Álversframkvæmdir við Helguvík.
Álversframkvæmdir við Helguvík. mbl.is/RAX

„Ég dreg ekki dul á andstöðu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs við stóriðjuna og það verkefni sérstaklega sem hér er á ferð. En ég hlýt að benda á að það er ótrúlegt ábyrgðarleysi sem kemur hér fram í orðum hæstvirts ráðherra og þeirra tveggja þingmanna Suðurkjördæmis sem hér hafa talað þegar þeir eru að vekja falsvonir, sem ég vil kalla, um að þetta verkefni muni bjarga atvinnuástandi á Suðurlandi og Suðurnesjum og skila á næstu árum allt að 8 til 9 þúsund ársverkum [...].“

Þetta sagði Álfheiður Ingadóttir, Vg, um ummæli í ræðu Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra við umræður um heimild til samninga um álver í Helguvík. Verkefnið væri „í bullandi óvissu“. Skoraði hún á Össur að aflétta leyndinni af orkuverði til stóriðjunnar.

Össur lofaði að bera þau boð til fjármálaráðherra að aflétta leyndinni, því það væri hann sem færi með hlut ríkisins í orkufyrirtækinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert