Rætt um þingstörfin

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Ómar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur boðað formenn stjórnmálaflokka á Alþingi á fund nú fyrir hádegi til að ræða um þingstörfin og hvaða mál ríkisstjórnin leggur áherslu á að afgreiða áður en þing verður rofið.

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Jóhönnu í upphafi þingfundar hvenær ríkisstjórnin ætlaði að rjúfa þing, sú dagsetning þyrfti að liggja fyrir svo þingmenn geti skipulagt kosningabaráttuna.

Jóhanna sagði, að von væri á einu frumvarpi frá ríkisstjórninni, sem miðaði að því að taka á vanda heimilanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert