Íbúar í Bolungarvík, sem í gær urðu að rýma hús sín vegna hættu á snjóflóði, geta nú flutt heim aftur. Rýmingu hefur verið aflétt, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.
Snjósöfnun í fjallinu Traðarhyrnu ofan Bolungarvíkur virðist hætt í bili. Ástandið verður metið aftur á morgun þar sem óvissa er í veðurspám fyrir helgina.