Samfylkingin stærst

Brotthvarf Ingibjargar Sólrúnar úr stjórnmálum hefur ekki haft mikil áhrif …
Brotthvarf Ingibjargar Sólrúnar úr stjórnmálum hefur ekki haft mikil áhrif á fylgi flokksins. mbl.is/Frikki

Samfylkingin er stærsti flokkur landsins skv. könnun sem var gerð fyrir Stöð 2 og Fréttblaðið. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 að fylgi flokksins hafi lítið breyst eftir brotthvarf Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur úr stjórnmálum.

Skv. könnuninni fengi Samfylkingin 33% atkvæða og eykur flokkurinn fylgi sitt um rúm tvö prósent frá því í febrúar.

Stuðningur við Vinstrihreyfinguna - grænt framboð, sem situr í ríkisstjórn með Samfylkingunni, dalar um tæp 3% milli mánaða en tæp 22% sögðust ætla að kjósa flokkinn.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins dregst lítillega saman og er nú nærri 27%. Framsóknarflokkurinn stendur í stað með rúm 12% og sömuleiðis Frjálslyndir sem fengi rúm 2% atkvæða og næðu ekki manni inn á þing.

Fram komi í fréttum Stöðvar 2 að grasrótarframboðin nýju fái engan fulltrúa inn á þing skv. könnuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka