Samþykkt að veita upplýsingar um skattaskjól

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Ný­verið var gengið frá sam­komu­lagi milli aðild­ar­ríkja nor­rænu ráðherra­nefnd­ar­inn­ar og Caym­an-eyja um und­ir­rit­un upp­lýs­inga­skipta­samn­ings. Samn­ing­ur­inn er liður í sam­eig­in­legri viðleitni samn­ingsaðil­anna til að stöðva skatta­flótta. Samn­ing­ur­inn veit­ir skattyf­ir­völd­um aðgang að upp­lýs­ing­um um inni­stæður og tekj­ur skatt­skyldra aðila og get­ur orðið til þess að leiða í ljós eign­ir og tekj­ur sem ekki hafa verið gefn­ar upp í heima­land­inu.

Næstu vik­ur munu samn­ingsaðilar ganga frá nauðsyn­leg­um atriðum heima fyr­ir áður en upp­lýs­inga­skipta­samn­ing­ur­inn verður und­ir­ritaður þann 1. apríl nk. í Stokk­hólmi.

Samn­ing­ur­inn er liður í um­fangs­miklu verk­efni á veg­um Nor­rænu ráðherra­nefnd­ar­inn­ar en áður hafa Norður­lönd­in gert sam­bæri­lega samn­inga við Mön, Jers­ey og Gu­erns­ey. Þá eru samn­ingsviðræður eru langt komn­ar m.a. við Arúba, Bermúda, Bresku Jóm­frúareyj­arn­ar og Hol­lensku An­tilla­eyj­arn­ar, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Samn­ing­ur­inn við Norður­lönd­in er liður í því að Caym­an-eyj­ar hrindi í fram­kvæmd stefnu Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar (OECD) um gegn­sæi og upp­lýs­inga­skipti í skatta­mál­um en stjórn­völd á Caym­an hafa, með sér­stöku sam­komu­lagi við OECD, skuld­bundið sig til að mæta kröf­um stofn­un­ar­inn­ar á þessu sviði. Caym­an-eyj­ar hafa á und­an­förn­um árum tekið skref í þessa átt og und­ir­rituðu árið 2001 upp­lýs­inga­skipta­samn­ing við Banda­ríki Norður-Am­er­íku sem kom til fram­kvæmda 1. janú­ar 2004. Auk þess eru Caym­an-eyj­ar aðilar að sparnaðar­til­skip­um ESB og að miðla sjálf­virkt ban­ka­upp­lýs­ing­um í sam­ræmi við hana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert