Stjórn Straums sýknuð

Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason Kristinn Ingvarsson

Stjórn Straums-Burðaráss og bankinn sjálfur var í Héraðsdómi Reykjavíkur sýknuð af kröfu Vilhjálms Bjarnasonar, fjárfestis og dætra hans um skaðabætur vegna sölu á hlutabréfum í bankanum. Vilhjálmur segir niðurstöðuna vonbrigði og að málinu yrði væntanlega áfrýjað til Hæstaréttar. Hann segir hins vegar gott að fá niðurstöðu í málið.

Vilhjálmur og dætur stefndu stjórninni þar sem hún samþykkti að selja 550 milljónir hluta á genginu 18,6 hinn 17. ágúst 2007 en meðalgengið var 19,17 og fór ekki neðar en í 18,9, samkvæmt stefnunni. Hefði verið selt á meðalgenginu hefði fengist 313,5 milljónum króna meira fyrir hlutinn. Félagið hefði því orðið af þeirri fjárhæð.

Vilhjálmur féll hins vegar frá þeirri kröfu um að fá  592.632 krónur með vöxtum í bætur. Vilhjálmur fór fram á 31.461 krónu í skaðabætur auk vaxta.

Stefndi Vilhjálmur Björgólfi Thor Björgólfssyni, Birgi Má Ragnarssyni, Guðmundi Kristjánssyni, Friðriki Hallbirni Karlssyni og James Leitner, en bankanum til vara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert