Stjórn Straums-Burðaráss og bankinn sjálfur var í Héraðsdómi Reykjavíkur sýknuð af kröfu Vilhjálms Bjarnasonar, fjárfestis og dætra hans um skaðabætur vegna sölu á hlutabréfum í bankanum. Vilhjálmur segir niðurstöðuna vonbrigði og að málinu yrði væntanlega áfrýjað til Hæstaréttar. Hann segir hins vegar gott að fá niðurstöðu í málið.
Vilhjálmur og dætur stefndu stjórninni þar sem hún samþykkti að selja 550 milljónir hluta á genginu 18,6 hinn 17. ágúst 2007 en meðalgengið var 19,17 og fór ekki neðar en í 18,9, samkvæmt stefnunni. Hefði verið selt á meðalgenginu hefði fengist 313,5 milljónum króna meira fyrir hlutinn. Félagið hefði því orðið af þeirri fjárhæð.
Vilhjálmur féll hins vegar frá þeirri kröfu um að fá 592.632 krónur með vöxtum í bætur. Vilhjálmur fór fram á 31.461 krónu í skaðabætur auk vaxta.
Stefndi Vilhjálmur Björgólfi Thor Björgólfssyni, Birgi Má Ragnarssyni, Guðmundi Kristjánssyni, Friðriki Hallbirni Karlssyni og James Leitner, en bankanum til vara.