Tillögur að samræmdum reglum á næstunni

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir.

„Það sem þarf að gera er að samræma reglur, hafa þær gagnsæjar og hafa þær einfaldar. Því miður er það víða þannig í almannatryggingakerfinu að mismunandi reglur gilda eftir því hvaða tekjur þú hefur og hvaðan,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra.

Hún segir að vinna við endurskoðun á þessum málum sé í gangi í ráðuneytinu og segist eiga von á að fá tillögur á næstunni, sem verða síðan bornar undir hagsmunaaðila. Ásta Ragnheiður segist telja mikilvægt að hafa mikið samráð í þessum efnum, líkt og fyrirrennari hennar hafi einnig lagt áherslu á.

Ráðherra var spurður út í nýleg mótmæli framkvæmdastjórnar Landssambands eldri borgara vegna endurkrafna Tryggingastofnunar sem byggðust á óréttlátum reglugerðum og lögum um að tekjutengja vexti og verðbætur eins og um tekjur væri að ræða.

Ásta Ragnheiður segir jafnframt að ráðuneytið hafi óskað eftir því að nefnd undir forystu Stefáns Ólafssonar, prófessors, héldi áfram störfum og skoðaði ýmsa fleiri þætti í ljósi efnahagsástandsins, en nefndin vinnur að endurskoðun almannatryggingakerfisins.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert