Tillögur að samræmdum reglum á næstunni

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir.

„Það sem þarf að gera er að sam­ræma regl­ur, hafa þær gagn­sæj­ar og hafa þær ein­fald­ar. Því miður er það víða þannig í al­manna­trygg­inga­kerf­inu að mis­mun­andi regl­ur gilda eft­ir því hvaða tekj­ur þú hef­ur og hvaðan,“ seg­ir Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra.

Hún seg­ir að vinna við end­ur­skoðun á þess­um mál­um sé í gangi í ráðuneyt­inu og seg­ist eiga von á að fá til­lög­ur á næst­unni, sem verða síðan born­ar und­ir hags­munaaðila. Ásta Ragn­heiður seg­ist telja mik­il­vægt að hafa mikið sam­ráð í þess­um efn­um, líkt og fyr­ir­renn­ari henn­ar hafi einnig lagt áherslu á.

Ráðherra var spurður út í ný­leg mót­mæli fram­kvæmda­stjórn­ar Lands­sam­bands eldri borg­ara vegna end­urkrafna Trygg­inga­stofn­un­ar sem byggðust á órétt­lát­um reglu­gerðum og lög­um um að tekju­tengja vexti og verðbæt­ur eins og um tekj­ur væri að ræða.

Ásta Ragn­heiður seg­ir jafn­framt að ráðuneytið hafi óskað eft­ir því að nefnd und­ir for­ystu Stef­áns Ólafs­son­ar, pró­fess­ors, héldi áfram störf­um og skoðaði ýmsa fleiri þætti í ljósi efna­hags­ástands­ins, en nefnd­in vinn­ur að end­ur­skoðun al­manna­trygg­inga­kerf­is­ins.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert