Kristján L. Möller samgönguráðherra á von á að undirrituð verði viljayfrlýsing um byggingu samgöngumiðstöðvar í Reykjavík í þessari viku. Ef leyft verði að reisa hana við Reykjavíkurflugvöll geti framkvæmdir hafist á þessu ári.
Kristján greindi frá þessu í svari við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar Sjálfstæðisflokki á þingfundi í dag en Einar gagnrýndi harðlega hversu hægt gengi að bjóða út samgönguframkvæmdir. Aðeins væri búið að bjóða út 2 verk en lægstu tilboðin væru mjög hagkvæm eða í kringum 60% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar.