Viljayfrlýsing um samgöngumiðstöð

Líkan af væntanlegri samgöngumiðstöð.
Líkan af væntanlegri samgöngumiðstöð.

Kristján L. Möller sam­gönguráðherra á von á að und­ir­rituð verði vilja­yfrlýs­ing um bygg­ingu sam­göngumiðstöðvar í Reykja­vík í þess­ari viku. Ef leyft verði að reisa hana við Reykja­vík­ur­flug­völl geti fram­kvæmd­ir haf­ist á þessu ári.

Kristján greindi frá þessu í svari við fyr­ir­spurn Ein­ars K. Guðfinns­son­ar Sjálf­stæðis­flokki á þing­fundi í dag en Ein­ar gagn­rýndi harðlega hversu hægt gengi að bjóða út sam­göngu­fram­kvæmd­ir. Aðeins væri búið að bjóða út 2 verk en lægstu til­boðin væru mjög hag­kvæm eða í kring­um 60% af kostnaðaráætl­un Vega­gerðar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert