1.834 greindir með klamydíu

Smokkar geta komið í veg fyrir kynsjúkdómasýkingar
Smokkar geta komið í veg fyrir kynsjúkdómasýkingar Reuters

Sam­tals greind­ust 1.834 kla­mydíu­til­felli á ár­inu 2008 og er það svipaður fjöldi og síðastliðin ár. Sýk­ing­in var al­geng­ust meðal fólks á aldr­in­um 15–29 ára og greind­ist oft­ar hjá kon­um en körl­um. Alls greind­ust 26 ein­stak­ling­ar með lek­anda á ár­inu 2008 sam­kvæmt já­kvæðum rækt­un­um á sýkla­deild Land­spít­al­ans. Þar af voru 12 kon­ur og 14 karl­ar, á aldr­in­um 19 til 63 ára.

Hlut­falls­lega flest­ir greind­ir á Íslandi

Sam­kvæmt árs­skýrslu Europe­an Sur­veill­ance of Sex­ually Transmitted In­fecti­ons (ESSTI) frá 2008 greind­ust hlut­falls­lega flest til­felli á Íslandi sam­an­borið við aðrar Evr­ópuþjóðir. Slík­an sam­an­b­urð þarf reynd­ar að taka með fyr­ir­vara því að margt annað hef­ur áhrif á fjölda til­fella en raun­veru­legt al­gengi (prevalence) sjúk­dóms­ins í sam­fé­lag­inu, að því er seg­ir í far­sóttar­frétt­um land­læknisembætt­is­ins.

Sýk­ing­in er í mörg­um til­fell­um ein­kenna­laus og fjöldi sýna sem send­ur er í kla­mydíu­leit hef­ur áhrif á heild­ar­fjölda til­fella sem grein­ast. Það er lík­legt að góðar grein­ing­araðferðir og fjöldi sýna sem send­ur er til rann­sókn­ar fyr­ir kla­mydíu skýri að ein­hverju leyti háar kla­mydíu­töl­ur hér­lend­is. Slíkt er þekkt í öðrum lönd­um, en í árs­skýrslu ESSTI var greint frá mik­illi aukn­ingu til­fella í Svíþjóð árið 2007. Skýr­ing á þeirri aukn­ingu var tal­in vera auk­inn sýna­fjöldi og bætt­ar grein­ing­araðferðir.

 Helstu ein­kenni kla­mydíu­sýk­ing­ar eru sviði og út­ferð, en sýk­ing­in er oft án ein­kenna, einkum hjá kon­um. Ófrjó­semi hjá kon­um er al­var­leg­ur fylgi­kvilli sýk­ing­ar­inn­ar.

Lek­andi var frem­ur sjald­séður hér­lend­is áður fyrr, en árið 2005 fór að bera á fjölg­un til­fella. Það ár greind­ust 19 ein­stak­ling­ar með lek­anda, en flest hafa til­fell­in orðið 31, árið 2006.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert