Afsökunarbeiðni fagnað

Samþykkt var á félagsfundi Breiðavíkursamtakanna í gær að fagna afsökunarbeiðni Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, fyrir hönd stjórnvalda, til fyrrum vistmanna Breiðavíkurheimilisins og fjölskyldna þeirra. „Ekki síður er mikilsvert að afsökunarbeiðnin nái til allra annarra sem hefðu verið vistaðir á öðrum stofnunum eða heimilum á vegum opinberra aðila, og sætt þar illri meðferð og ofbeldi. Breiðavíkursamtökin, regnhlífarsamtök allra fyrrum vistbarna þessara heimila og stuðningsmanna þeirra, taka afsökunarbeiðni forsætisráðherra fagnandi og fallast feginsamlega á hana.

Stórt og mikilvægt skref hefur verið stigið áleiðis að góðri sáttargjörð í málinu."

Á fundinum urðu einnig miklar umræður um viðræður samtakanna við fulltrúa forsætisráðuneytisins um frumvarp um boðaðar sanngirnisbætur. Í þeim viðræðum þykja einnig hafa orðið nokkur þáttaskil og aukinn sáttatónn og fékk stjórn samtakanna skýrt umboð á félagsfundinum um samningsmarkmið og aðferðarfræði.

Þá urðu einnig nokkrar umræður um gang mála hjá Vistheimilanefnd (Spanó-nefndinni) sem nú kannar rekstur margra annarra vistheimila hins opinbera og meðferð á börnum þar. Ráðgert er að nefndin skili skýrslu um þau vistheimili í júlí næstkomandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert