Afsökunarbeiðni fagnað

Samþykkt var á fé­lags­fundi Breiðavík­ur­sam­tak­anna í gær að fagna af­sök­un­ar­beiðni Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra, fyr­ir hönd stjórn­valda, til fyrr­um vist­manna Breiðavík­ur­heim­il­is­ins og fjöl­skyldna þeirra. „Ekki síður er mik­ils­vert að af­sök­un­ar­beiðnin nái til allra annarra sem hefðu verið vistaðir á öðrum stofn­un­um eða heim­il­um á veg­um op­in­berra aðila, og sætt þar illri meðferð og of­beldi. Breiðavík­ur­sam­tök­in, regn­hlíf­ar­sam­tök allra fyrr­um vist­barna þess­ara heim­ila og stuðnings­manna þeirra, taka af­sök­un­ar­beiðni for­sæt­is­ráðherra fagn­andi og fall­ast feg­in­sam­lega á hana.

Stórt og mik­il­vægt skref hef­ur verið stigið áleiðis að góðri sátt­ar­gjörð í mál­inu."

Á fund­in­um urðu einnig mikl­ar umræður um viðræður sam­tak­anna við full­trúa for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins um frum­varp um boðaðar sann­girn­is­bæt­ur. Í þeim viðræðum þykja einnig hafa orðið nokk­ur þátta­skil og auk­inn sáttatónn og fékk stjórn sam­tak­anna skýrt umboð á fé­lags­fund­in­um um samn­ings­mark­mið og aðferðarfræði.

Þá urðu einnig nokkr­ar umræður um gang mála hjá Vistheim­ila­nefnd (Spanó-nefnd­inni) sem nú kann­ar rekst­ur margra annarra vistheim­ila hins op­in­bera og meðferð á börn­um þar. Ráðgert er að nefnd­in skili skýrslu um þau vistheim­ili í júlí næst­kom­andi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert