Óveður undir Eyjafjöllum og á Mýrdalssandi

Spá Veðurstofu Íslands á landinu sunnanverðu á miðnætti. Blái liturinn …
Spá Veðurstofu Íslands á landinu sunnanverðu á miðnætti. Blái liturinn á myndinni sýnir mikið hvassvirði. Mynd fengin af vef Veðurstofunnar.

Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er óveður undir Eyjafjöllum og á Mýrdalssandi. Lögreglan fékk ábendingu frá vegfaranda á Sólheimasandi sem sagði að þar væri snjóbylur og að veðrið væri mjög slæmt. Lögreglan biður því fólk að vera ekkert á ferðinni að óþörfu.

Að sögn Vegagerðarinnar eru hálkublettir og snjókoma er á Reykjanesbraut, og öllu Reykjanesinu.

Vegagerðin vill benda vegfarendum á að mjög slæmt veður er á Hellisheiðinu og slæm veðurspá fyrir kvöld og nóttina og eru þeir því beðnir að fara mjög varlega.    Á Suðurlandi er hálka og skafrenningur á  Sandskeiði, Hellisheiði og í þrengslum. Víðast hvar annarstaðar eru hálkublettir. Miðað við veðurspá má búast við miklum vindi og kviðum undir Eyjaföllum seinpartinn í dag og kvöld vill Vegagerðin því vara fólk við að ver þar á ferð.

Á Vesturlandi eru vegir víða auðir. Hálkublettir og éljagangur er á norðanverðu Snæfellsnesi og snjóþekja og skafrenningur á Fróðárheiði. Skafrenningur er á Holtavöðuheiði.

Á Vestfjörðum er hálka, hálkublettir og skafrenningur.

Á Norðurlandi er víða hálka eða hálkublettir. Hálka og skafrenningur er á Öxnadalsheiði. Vegurinn yfir Hólasand ófær og vegna slæms veðurútlits stendur ekki til að opna þar fyrr en eftir helgi.

Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja. Breiðdalsheiði er ófær.

Á Suðausturlandi eru vegir víðast hvar auðir. Einhver krapi og éljagangur er frá Vík að Kirkjubæjarklaustri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert