Alls bárust í fyrra 736 umsóknir til undanþágunefndar sem fjallar um umsóknir um undanþágur til að starfa sem skipstjórnar- eða vélstjórnarmaður á íslenskum skipum. 28 þessara beiðna voru óþarfar, en af þeim 708 beiðnum sem fjallað var um voru 558 samþykktar en 150 hafnað.
Á fyrri helmingi ársins voru afgreiddar 405 umsóknir en á seinni hluta þess 303 umsóknir. Mikið dró úr umsóknum á seinni hluta ársins, einkum eftir að miklar breytingar urðu á vinnumarkaði í kjölfar bankahrunsins svokallaða í byrjun október, segir í skýrslu nefndarinnar sem birt er á vef Siglingastofnunar.
Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.