Ferðamönnum komið til bjargar

Björgunarsveitarmenn hafa komið fólkinu til aðstoðar. Mynd úr myndasafni.
Björgunarsveitarmenn hafa komið fólkinu til aðstoðar. Mynd úr myndasafni.

Björgunarsveitarmenn hafa komið tveimur frönskum ferðamönnum, karli og konu, til aðstoðar, sem lentu í vandræðum á Sprengisandi. Fólkið er komið í snjóbíl sem flytur þau til Akureyrar. Ekkert amar að fólkinu sem var vel búið.

Veður er mjög slæmt á Sprengisandi þessa stundina og skyggni ekkert. Björgunarsveitin mun flytja fólkið til byggða en það tekur nokkrar klukkustundir.

Fólkið hélt kyrru fyrir um það bil 10 km vestur af Fjórðungsöldu á Sprengisandi. Þau komu boðum í gegnum síma til félaga síns í heimalandinu sem hafði samband við Slysavarnafélagið Landsbjörg. Ferðalangarnir voru á leið í Nýjadal en veður er kolvitlaust á svæðinu og misstu þeir frá sér tjaldið.

Snjóbíll frá Hjálparsveitinni Dalbjörg fór frá Berglandi og á staðinn og hefur komið fólkinu til aðstoðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert