Fundu um 100 kannabisplöntur - einn handtekinn

mbl.is/Júlíus

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi húsleit í íbúð á Arnarnesi í Garðabæ í dag og lagði þar hald á um 100 kannabisplöntur. Einn karlmaður var handtekinn í tengslum við málið og hefur honum verið sleppt.

Alls hefur lögreglan lagt hald á rúmlega 2000 plöntur það sem af er þessu ári. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir að það sé jafnmikið og lögreglan lagði samanlagt hald á árin 2007 og 2008. Karl segir jafnframt að hluti málanna tengist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert