Gunnar Bragi sigraði

Gunnar Bragi Sveinsson sigraði í prófkjöri Framsóknarflokksins í norðvesturkjördæmi. Gunnar Bragi hlaut 782 atkvæði. Í öðru sæti hafnaði Guðmundur Steingrímsson með 635 atkvæði og í því þriðja Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson með 897 atkvæði. Elín Líndal hafnaði í fjórða sæti með 1.135 atkvæði og Halla Signý Kristjánsdóttir í því fimmta með 937 atkvæði.

Atkvæði greiddu 1539 eða rúmlega 60%. Ógildir seðlar voru 34, gildir seðlar 1505.

Lokastaðan er þannig í 5 efstu sætin:

1. Gunnar Bragi Sveinsson, 782 atkvæði í 1. sæti
2. Guðmundur Steingrímsson, 635 atkvæði í 1.-2. sæti
3. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, 897 atkvæði í 1.-3. sæti
4. Elín Líndal, 1.135 atkvæði í 1.-4. sæti
5. Halla Signý Kristjánsdóttir, 937 atkvæði í 1.-5. sæti

Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður komst ekki á blað yfir fimm efstu. sama er að segja um Björgu Reehaug Jensdóttur, Friðrik Jónsson og Margréti Þóru Jónsdóttur.

Samkvæmt upplýsingum kjörnefndar stendur ekki til að birta atkvæðatölur þeirra sem lentu í sætum 6 til 9.
Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokksins í sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjörður.
Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokksins í sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjörður. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert