Gunnar Bragi sigraði

Gunn­ar Bragi Sveins­son sigraði í próf­kjöri Fram­sókn­ar­flokks­ins í norðvest­ur­kjör­dæmi. Gunn­ar Bragi hlaut 782 at­kvæði. Í öðru sæti hafnaði Guðmund­ur Stein­gríms­son með 635 at­kvæði og í því þriðja Sig­ur­geir Sindri Sig­ur­geirs­son með 897 at­kvæði. Elín Lín­dal hafnaði í fjórða sæti með 1.135 at­kvæði og Halla Signý Kristjáns­dótt­ir í því fimmta með 937 at­kvæði.

At­kvæði greiddu 1539 eða rúm­lega 60%. Ógild­ir seðlar voru 34, gild­ir seðlar 1505.

Lokastaðan er þannig í 5 efstu sæt­in:

1. Gunn­ar Bragi Sveins­son, 782 at­kvæði í 1. sæti
2. Guðmund­ur Stein­gríms­son, 635 at­kvæði í 1.-2. sæti
3. Sig­ur­geir Sindri Sig­ur­geirs­son, 897 at­kvæði í 1.-3. sæti
4. Elín Lín­dal, 1.135 at­kvæði í 1.-4. sæti
5. Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, 937 at­kvæði í 1.-5. sæti

Krist­inn H. Gunn­ars­son, alþing­ismaður komst ekki á blað yfir fimm efstu. sama er að segja um Björgu Reehaug Jens­dótt­ur, Friðrik Jóns­son og Mar­gréti Þóru Jóns­dótt­ur.

Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokksins í sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjörður.
Gunn­ar Bragi Sveins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í sveit­ar­stjórn sveit­ar­fé­lags­ins Skaga­fjörður. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert