Kaupþing braut lög um neytendalán

Sverrir Vilhelmsson

Neyt­enda­stofa hef­ur tekið þá ákvörðun að Kaupþing banki hf. hafi brotið gegn ákvæðum laga um neyt­endalán vegna skil­mála bank­ans á lán­um í er­lendri mynt með því að til­greina ekki í skil­mál­um mynt­körfuláns­samn­ings með hvaða hætti vext­irn­ir eru breyti­leg­ir og við hvaða aðstæður þeir breyt­ist.

Í skil­mál­um bank­ans seg­ir m.a.: „Í vexti af höfuðstól skuld­ar þess­ar­ar eins og hann er á hverj­um tíma, ber skuld­ara að greiða breyti­lega vexti eins og þeir eru ákveðnir að Kaupþingi Búnaðarbanka hf. á hverj­um tíma og tek­ur það jafnt til kjör­vaxta hverr­ar mynt­ar og vaxta­álags. Kaupþingi Búnaðarbanka hf. er heim­ilt að breyta vöxt­um á 3ja mánaða fresti til sam­ræm­is við þá vexti sem gilda gagn­vart nýj­um sam­bæri­leg­um og/​eða hliðstæðum lán­um."

Að mati Neyt­enda­stofu upp­fyll­ir fram­an­greind­ur samn­ings­skil­máli ekki ákvæði 9. gr. laga um neyt­endalán þar sem ekki komi fram með hvaða hætti vext­irn­ir séu breyti­leg­ir og við hvaða aðstæður þeir breyt­ist. Kaupþing hef­ur því ekki gefið lán­taka næg­ar upp­lýs­ing­ar um vexti, sbr. 3. tölul. 6. gr. sömu laga. Neyt­enda­stofa hef­ur því bannað Kaupþingi að not­ast við fram­an­greind­an samn­ings­skil­mála. Hafi lán­taki ekki fengið þær upp­lýs­ing­ar sem kveðið er á um og hann hafi því mátt ætla að kjör hans væru betri en þau síðar reynd­ust vera get­ur það skapað lán­veit­anda skaðabóta­ábyrgð. Neyt­enda­stofa hef­ur ekki heim­ild til að taka ákv­arðanir um skaðabæt­ur og verða því lán­tak­end­ur að rekja slík mál á grund­velli skaðabóta­laga fyr­ir dóm­stól­um, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Neyt­enda­stofu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert