Segja upp samningi við Slökkviliðið

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/ÞÖK

Flug­stoðir hafa sagt upp sam­starfs­samn­ingi sín­um við Slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins um þjón­ustu við Reykja­vík­ur­flug­völl. Samn­ing­ur­inn er frá ár­inu 2000 og er upp­sagn­ar­fyr­ir­vari 12 mánuðir.

Hjör­dís Guðmunds­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Flug­stoða, seg­ir fyr­ir­tækið hafa sagt upp samn­ingn­um en jafn­framt óskað eft­ir viðræðum um gerð nýs og end­ur­skoðaðs samn­ings. Þá seg­ir hún að for­svars­menn Flug­stoða telji eðli­legt að end­ur­skoða samn­ing­inn reglu­lega, ekki síst í ljósi þess hve mikið aðstæður og for­send­ur hafi breyst að und­an­förnu.

„Við erum aðallega að horfa í kostnaðinn," seg­ir hún. „Það er þó al­veg á hreinu að það verður ekk­ert gert sem mun draga úr flu­gör­yggi. Það stend­ur alls ekki til að veita neinn af­slátt af flu­gör­yggi á Reykja­vík­ur­flug­velli."   

Hjör­dís seg­ir samn­inga alltaf vera í end­ur­skoðun en að gild­andi samn­ingi við slökkviliðið hafi ekki áður verið sagt upp. Ekki er kveðið á um tíma­tak­mörk í þeim samn­ingi.

Þá seg­ir hún að ná­ist ekki nýr samn­ing­ur við slökkviliðið muni fyr­ir­tækið þjálfa upp fólk til að sinna þeim störf­um sem slökkviliðið hafi séð um sam­kvæmt samn­ingn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert