Veðurstofa Íslands varar við stormi víða um land næsta sólarhringinn, nema á Austurlandi. Spáð er vaxandi austan- og norðaustanátt með snjókomu í kvöld. Á Suðurlandi er hálka og skafrenningur á Sandskeiði, Hellisheiði og í þrengslum. Víðast hvar annarstaðar eru hálkublettir.
Ekkert ferðaveður verður á landinu í nótt. Veðurstofan spáir vaxandi austan- og norðaustanátt með snjókomu í kvöld, 15-25 m/s í nótt, hvassast verður S- og V-lands, annars hægari og úrkomulítið fram á nótt. Vægt frost, en 0 til 5 stiga hiti suðvestantil. Vindur snýst í sunnan 8-15 m/s um og eftir hádegi á morgun. Þá verða skúrir eða slydduél síðdegis, en úrkomulítið fyrir norðan og austan. Víða verður orðið frostlaust um hádegi.
Miðað við veðurspá má búast við miklum vindi og kviðum undir Eyjaföllum í kvöld vill Vegagerðin því vara fólk við að vera þar á ferð. Á Suðurlandi er hálka og skafrenningur á Sandskeiði, Hellisheiði og í þrengslum.
Víðast hvar annarstaðar eru hálkublettir.
Á Vesturlandi eru vegir víða auðir, þó eru einhverjir hálkublettir. Skafrenningur er á Holtavöðuheiði.
Á Vestfjörðum er hálka, hálkublettir og skafrenningur.
Á Norðurlandi er víða hálka eða hálkublettir. Snjóþekja er á Melrakkasléttu og með ströndinni. Einnig er vegurinn yfir Hólasand ófær og vegna slæms veðurútlits stendur ekki til að opna þar fyrr en eftir helgi.
Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja. Breiðdalsheiði er ófær.
Á Suðausturlandi eru vegir víðast hvar auðir. Einhver krapi og éljagangur er frá Vík að Kirkjubæjarklaustri.