20 milljarðar í öryggið

Tugir stofnana og aðila í þjóðfélaginu koma með einum eða öðrum hætti að öryggis- og varnarmálum hér á landi. Hjá þessum aðilum starfa m.a. tugþúsundir embættismanna, lögreglu- og slökkviliðsmanna, að ógleymdum um 18 þúsund sjálfboðaliðum hjá Landsbjörgu.

Í nýrri áhættumatsskýrslu um Ísland, sem unnin var af starfshópi fyrir utanríkisráðuneytið, er að finna samantekt um þessa aðila sem formaður starfshópsins, Valur Ingimundarson, tók saman.

Þar kemur fram að á síðasta ári var um 20 milljörðum króna varið til öryggismála á Íslandi. Þar af fóru um sjö milljarðar til lögreglunnar, fjórir milljarðar vegna landhelgisgæslu, tveir milljarðar vegna siglinga- og flugöryggis, 1.350 milljónir til Ratsjárstofnunar/Varnarmálastofnunar og um 1.700 milljónir vegna umhverfisöryggis.

Flest ráðuneyti koma að öryggismálum með einum eða öðrum hætti. Aðeins menntamálaráðuneytið og félags- og tryggingamálaráðuneytið eru þar undanskilin. Veigamestu ráðuneytin eru dómsmálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið.

Dómsmálaráðherra er æðsti yfirmaður almannavarna í landinu og ríkislögreglustjóra er falið það hlutverki í umboði ráðherra að hafa eftirlit með almannavörnum og löggæslu. Til viðbótar eru síðan fjölmargir aðilar sem sinna öryggismálum. Hjarta allra aðgerða er í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík. Þar er samhæfingar- og stjórnstöð ríkislögreglustjóra en í Skógarhlíðinni eru einnig vaktstöð siglinga, fjarskiptamiðstöð lögreglunnar, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Neyðarlínan, Landsbjörg og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Þessar stofnanir sjást nánar á meðfylgjandi grafi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert