Lengja þurfti kjörfund vegna ófærðar

Framlengja þurfti kjörfund á tveimur kjörstöðum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi vegna erfiðrar færðar á vegum. 

Að sögn Önnu Þóru Baldursdóttur, formanns kjörnefndar í Norðausturkjördæmi sem staðsett er á Akureyri, lokaði kjörstaðurinn á Vopnafirði kl. 15.30 í stað kl. 15 og kjörstaður á Þórshöfn rétt rúmlega kl. 17 í stað kl. 15. Sagði hún að beðið hefði verið eftir fólki á Þórshöfn sem vitað var um að væri á leiðinni á kjörstað. 

Til stóð að byrja talningu atkvæða á hádegi á morgun, en að sögn Önnu Þóru eru heiðarnar  nú ófærar og því óvíst að það takist að koma atkvæðum til Akureyrar til talningar í kvöld eins og til stóð. „Við sjáum til. Það verður bara talið þegar það verður talið,“ segir Anna Þóra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka