Óveður á Reykjanesbraut

Víkurfréttir

Óveður er Reykjanesbraut, Kjalarnesinu og undir Hafnarfjalli að sögn Vegagerðarinnar. Þá er ófært um Hellisheiði, Bröttubrekku og Víkurskarð. Hálkublettir eru á Suðurlandi.

Á Vesturlandi er ófært á norðanverðu Snæfellsnesi, Dölum og í Reykhólasveit  stórhríð og ekkert ferðaveður. Snjóþekja er á Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum er ófært um Hálfdán og Mikladal stórhríð og ekkert ferðaveður. Ófært er um Klettsháls. Þungfært er í Ísafjarðardjúpi.

Á Norðurlandi vestra er snjóþekja og skafrenningur. Þungfært er um Öxnadalsheiði.

Á Norðausturlandi er ófært um Víkurskarði, þungfært um Tjörnes og fyrir Melrakkasléttu. Þungfært um Brekknaheiði og á Mývatnsöræfum, stórhríð og lítið ferðaveður.

Á Austurlandi er þungfært um Fjarðarheiði en mokstur stendur yfir. Snjóþekja er á öðrum leiðum og verið er að hreinsa vegi.

Á Suðausturlandi eru vegir víðast hvar auðir, einhver krapi á vegum austan Skaftafell.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert