Sló barn utan undir

Illmögulegt virðist vera að víkja ófaglærðum leikskólastarfsmanni úr starfi þó að þrívegis hafi sést til hans slá tæplega fimm ára dreng. Starfsmaðurinn sjálfur viðurkennir einungis að hafa slegið barnið einu sinni.

„Mér finnst óforskammað að barnið sé ekki öruggt í opinberri stofnun eins og leikskóla. Ég tel líka að starfsmaðurinn hafi brotið bæði starfmanna- og barnaverndarlög,“ segir móðir drengsins, Ólöf Ásta Karlsdóttir.

Hún segir son sinn skapstóran en ekki hafa átt við hegðunarvandamál að stríða fyrr en nú í haust, eftir að starfsmaðurinn var ráðinn. Er leið á haustið var hún alvarlega farin hugleiða að leita sálfræðiaðstoðar fyrir barnið en telur nú tengsl þarna á milli. „21. janúar hafði leikskólastjóri samband við mig og tilkynnti að sést hefði til starfsmannsins slá barnið utan undir.“

Ólöf Ásta segist strax eftir að hafa fengið þetta staðfest hjá syni sínum hafa krafist uppsagnar starfsmannsins. Það virðist hins vegar vera allt annað en auðvelt.

Litið alvarlegum augum

Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri leikskólasviðs Reykjavíkurborgar, segir leikskólasvið líta málið mjög alvarlegum augum. „Enda er það grafalvarlegt þegar upp koma ásakanir eins og þessar í leikskólum borgarinnar þar sem börn og foreldrar eiga að geta treyst fullkomlega á öryggi og fyrsta flokks aðbúnað,“ segir hún.

Fundað hafi verið með foreldrum og allir starfsmenn leikskólans og leikskólasviðs lagt sig fram um að leita lausna. „Umræddur starfsmaður hefur neitað hluta þessara ásakana, en honum hefur verið veitt áminning og tilkynnt að honum kunni að verða sagt upp störfum í samræmi við ákvæði kjarasamnings. Við höfum einnig átt samskipti við stéttarfélag starfsmannsins vegna málsins og barnavernd og ég vil fullvissa foreldrana um að í málinu er unnið fyrst og síðast með hagsmuni barnsins að leiðarljósi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert