Þungfært á Fjarðarheiði

Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnssin

Ófært er um Dals­mynni vegna snjóflóðs. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni.

Á Suður­landi, Vest­ur­landi og Norður­landi vestra eru veg­ir greiðfær­ir fyr­ir utan hálku­bletti á fjall­veg­um.

Á Vest­fjörðum er ófært á Kletts­hálsi en þar er mokst­ur í gangi, hálka er á Kleif­ar­heiði.  Hálku­blett­ir eru á Stein­gríms­fjarðar­heiði. Hálku­blett­ir og snjóþekja í Ísa­fjarðar­djúpi og strönd­um.

Á Norðaust­ur­landi er orðið fært  um Vík­ur­skarð og Mel­rakka­sléttu. Ófært er á Brekkna­heiði. Þæf­ings­færð og skafrenn­ing­ur á Sand­vík­ur­heiði og Háls­um. Hálka er  á Mý­vatns­ör­æf­um.  Snjóþekja,  hálka og élja­gang­ur á öðrum leiðum.

Lög­regl­an á Húsa­vík bend­ir á að Kís­il­veg­ur, milli Mý­vatns­sveit­ar og Langa­vatns, er lokaður vegna ófærðar. Ekki hef­ur verið ákveðið hven­ar veg­ur­inn verður opnaður en veg­far­end­um er bent á að aka um Reykja­dal og Mý­vatns­heiði. Lög­regla seg­ir að nokkuð hafi borið á að fólk hafi fest bif­reiðar sín­ar þarna en lög­regl­an vill árétta að Kís­il­veg­ur­inn er lokaður á of­an­greind­um kafla vegna ófærðar.

Á Aust­ur­landi er þung­fært um Fjarðar­heiði og er mokst­ur haf­inn. Hálka og skafrenn­ing­ur  á Möðru­dals­ör­æf­um.  Snjóþekja er á öðrum leiðum.

Á Suðaust­ur­landi eru veg­ir víðast hvar auðir. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka