Þungfært á Fjarðarheiði

Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnssin

Ófært er um Dalsmynni vegna snjóflóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Á Suðurlandi, Vesturlandi og Norðurlandi vestra eru vegir greiðfærir fyrir utan hálkubletti á fjallvegum.

Á Vestfjörðum er ófært á Klettshálsi en þar er mokstur í gangi, hálka er á Kleifarheiði.  Hálkublettir eru á Steingrímsfjarðarheiði. Hálkublettir og snjóþekja í Ísafjarðardjúpi og ströndum.

Á Norðausturlandi er orðið fært  um Víkurskarð og Melrakkasléttu. Ófært er á Brekknaheiði. Þæfingsfærð og skafrenningur á Sandvíkurheiði og Hálsum. Hálka er  á Mývatnsöræfum.  Snjóþekja,  hálka og éljagangur á öðrum leiðum.

Lögreglan á Húsavík bendir á að Kísilvegur, milli Mývatnssveitar og Langavatns, er lokaður vegna ófærðar. Ekki hefur verið ákveðið hvenar vegurinn verður opnaður en vegfarendum er bent á að aka um Reykjadal og Mývatnsheiði. Lögregla segir að nokkuð hafi borið á að fólk hafi fest bifreiðar sínar þarna en lögreglan vill árétta að Kísilvegurinn er lokaður á ofangreindum kafla vegna ófærðar.

Á Austurlandi er þungfært um Fjarðarheiði og er mokstur hafinn. Hálka og skafrenningur  á Möðrudalsöræfum.  Snjóþekja er á öðrum leiðum.

Á Suðausturlandi eru vegir víðast hvar auðir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert