Tilkynnt um eld í sjúkrahúsi Vestmannaeyja

Mynd Eyjafréttir

Allt tiltækt slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út rétt rúmlega tólf í dag þegar tilkynning barst um lausan eld á þriðju hæð sjúkrahússins.

Eyjafréttir segja að viðbúnaður hafi verið mikill en þegar betur var að gáð hafði ljós brunnið. Við það myndaðist reykur og lykt sem settu brunavarnakerfi hússins af stað.

Á vef eyjafrétta kemur fram að engin starfsemi er um helgar á þriðju hæð sjúkrahússins en legudeild sjúklinga er á 2. hæð. Þegar var hafist handa við að koma sjúklingum út úr húsinu. Það komst þó aldrei lengra en svo að fyrstu sjúklingarnir voru á leið niður stigaganginn þegar í ljós kom að engin hætta væri á ferðum.

Eyjafréttir

Ljósið sem brann á sjúkrahúsinu.
Ljósið sem brann á sjúkrahúsinu. Mynd Eyjafréttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert