Verði þrýstiafl á stjórnvöld

„Það er heilmikil starfsemi komin og við erum rétt að byrja,“ segir Bryndís Bjarnason sem var í gær kosin í neyðarstjórn kvenna ásamt þeim Ragnhildi Sigurðardóttur, Eddu Arinbjarnar, Helgu Óskarsdóttur og Höllu Þorgeirsdóttur.

Stofnfundur Neyðarstjórnarinnar var haldinn í gær og þau verkefni sem stjórnin hyggst beita sér fyrir kynnt. „Okkar stærsta mál er að halda utan um konur og hjálpa þeim í þessum þrenginum sem nú eru,“ segir Bryndís og kveður stjórnina hafa yfir að ráða góðu húsnæði í Borgartúni þar sem konum verði boðið upp á námskeið og húsakynni undir atvinnustarfsemi.

Stjórnin hyggist þá beita sér fyrir atvinnumiðlun og atvinnusköpun og vera þrýstiafl á stjórnvöld og verkalýðshreyfinguna. „Í þessari kosningabaráttu ætlum við síðan að skoða framboðslistana og gefa þeim einkunn fyrir hvernig þeir standa sig í jafnréttismálum.“ Einnig verði stefnuskrár flokkanna skoðaðar og þá sé neyðarstjórnin búin að gera samfélagssáttmála og kröfulista um það hvernig hún vilji sjá nýtt Ísland. Þær kröfur lúti m.a. að siðferðislegum gildum í efnahagsmálum og að jafnréttissjónarmið verði samþætt öllum málaflokkum, m.a. í efnahags- og atvinnulífi. annaei@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert