Hófsamar arðgreiðslur

HB Grandi á Akranesi.
HB Grandi á Akranesi.

„Arðgreiðsla HB Granda telst á alla mæli­kv­arða afar hóf­söm ef litið er til vaxta­kjara á bankainni­stæðum og rík­is­skulda­bréf­um,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sem stjórn­ar­formaður og for­stjóri HB Granda send­ur frá sér.

Í ljósi góðrar af­komu legg­ur stjórn HB til að greidd­ur verði 8% arður til hlut­hafa. Hagnaður af rekstri HB Granda árið 2008 nam 16 millj­ón­um evra eða tæp­lega 2,3 millj­örðum króna. 8% arður nem­ur því 184 millj­ón­um króna.

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness seg­ir það móðgun við fisk­vinnslu­fólk HB Granda ef greidd­ur verður út arður til hlut­hafa á sama tíma og ekki var staðið við þær launa­hækk­an­ir sem áttu að koma til 1. mars sl. Hann skor­ar á aðal­fund HB Granda að greiða þær launa­hækk­an­ir sem áttu að koma 1. mars strax og sýna þannig í verki að góð fyr­ir­tæki eru ekki rek­in með hagnaði nema með góðum starfs­mönn­um.

Í yf­ir­lýs­ingu sem Árni Vil­hjálms­son, stjórn­ar­formaður HB Granda hf. og Eggert Bene­dikt Guðmunds­son, for­stjóri HB Granda hf. sendu frá sér seg­ir að nokk­ur und­an­far­in ár hafi ár­leg­ar arðgreiðslur HB Granda hf. numið 12% af nafn­v­irði hluta­fjár. Á þess­um tíma hafi gengi hluta­bréfa í fé­lag­inu verið á bil­inu 8 til 12,5. Það þýði að arður, sem hlut­fall af markaðsvirði, hafi verið á bil­inu 1-1,5%.

„Þetta telst á alla mæli­kv­arða afar hóf­söm arðgreiðsla, svo sem ljóst má vera ef litið er til vaxta­kjara á bankainni­stæðum og rík­is­skulda­bréf­um.  Samt sem áður hef­ur stjórn fé­lags­ins ákveðið að leggja til við aðal­fund að arðgreiðslu­hlut­fallið lækki í 8% vegna árs­ins 2008.  Þetta sam­svar­ar 0,8% arði á úti­stand­andi hluta­fé, miðað við nú­ver­andi gengi 10.  Lækk­un­in ræðst einkum af búsifj­um vegna loðnu­vertíðarbrests og af óvissu vegna um­tals­verðra lækk­ana á verði nokk­urra helstu afurða fé­lag­ins.  Að auki kem­ur til fjárþörf vegna fjár­fest­inga, einkum upp­bygg­ing­ar á nýrri bræðslu fé­lags­ins, sem skapa mun mörg störf á bygg­ing­ar­tíma á Vopnafirði,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu stjórn­enda HB Granda hf.

Þá seg­ir enn­frem­ur að fé­lagið fagni því að hafa und­an­farna mánuði getað haldið uppi fullri vinnu í fiskiðju­ver­um fé­lags­ins í Reykja­vík og á Akra­nesi, enda sé efna­hags­líf­inu mik­il­væg­ast að starf­andi fyr­ir­tækj­um sé haldið í stöðugum rekstri.

Vilhjálmur Birgisson
Vil­hjálm­ur Birg­is­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert