Afsala sér launum

Bolungarvík.
Bolungarvík. mbl.is/Mats

Fulltrúar í velferðarráði Bolungarvíkur samþykktu fyrir helgi að afsala sér launum fyrir nefndarstörf.

„Það voru allir sammála um að afsala sér launum og kom tillagan að frumvæði fulltrúa minnihlutans í ráðinu,“ segir Einar Guðmundsson, formaður velferðarráðs í samtali við Bæjarins besta.

Einar segir flesta fulltrúa velferðarráðs í vinnu og þurfi að borga skatta af launum sem þeir fá fyrir nefndarsetu.

„Þetta er hugsjón hjá fólki að vera í svona nefndum en ekki gróðrarvon,“ segir Einar Guðmundsson, formaður velferðarráðs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert