Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að veita fólki með lögheimili í Hafnarfirði, sem er í atvinnuleit, frían aðgang að sundstöðum bæjarins og Bókasafni Hafnarfjarðar í 6 mánuði í senn. Gert er ráð fyrir að hægt sé að endurnýja kortin að 6 mánuðum liðinum ef viðkomandi er enn án atvinnu.
Í dag eru um 1250 Hafnfirðingar án atvinnu samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun.