Eignir gömlu bankanna rýrna um sjötíu prósent.

Bjarni Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa óljósar heimildir fyrir því að einungis verði hægt að innheimta þrjátíu prósent af eignum gömlu bankanna að fullu. Ríkisstjórnin hafi látið meta þetta fyrir sig. Þetta kom fram í utandagskrárumræðum um endurreisn bankanna á Alþingi í dag.

Bjarni sagði ennfremur að rætt væri um að nýju bankarnir keyptu eignir af gömlu bönkunum á fimmtíu prósent af virði þeirra.Bjarni að ef kerfið sé svona stórt og óvissan um virði eignanna mikil sé ríkið að taka  gríðarlega áhættu með því að leggja bönkunum til 385 milljarða eins og ætlað er samkvæmt fjárlögum enda geti tíu prósenta frávik frá þessu leitt til þess að allt ríkisframlagið þurrkaðist upp.

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segist vonast til þess að hægt verði að komast af með minna framlag til bankanna enda verði þeir mun minni en ætlað var í fyrstu. Ef erlendir kröfuhafar eignist hlut í bönkunum gæti það líka dregið úr áhættunni og lækkað þá upphæð sem ríkið þurfi að reiða fram. Það gæti líka  liðkað til fyrir tengslum Íslands við Alþjóða fjármálakerfið. Endanlegt mat á stöðu bankanna á að liggja fyrir um mánaðarmótin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert