Engin viðbragðsáætlun

mbl.is

Það sem ógnar almannaöryggi er ekki aðeins glæfralegur bankarekstur, heldur einnig sá möguleiki að bankastarfsemi leggist hreinlega af. Kemur þetta fram í Áhættumatsskýrslu fyrir Ísland, sem unnin var fyrir utanríkisráðuneytið.

Leggja beri því áherslu á að endurvinna með skipulögðum aðgerðum traust íslenskrar fjármálastarfsemi erlendis. Auk eftirlits og aðhalds sé það grundvöllur allrar fjármálastarfsemi.

Segir í skýrslunni að aðgangur að erlendum lánsfjármörkuðum verði án efa takmarkaður um fyrirsjáanlega framtíð vegna álitshnekkis fjármálastofnana í kjölfar greiðsluþrots og vanskila. Fjármálakreppan hafi því ekki aðeins stórveikt efnahagslegt öryggi einstaklinga og þjóðarinnar. Hún komi einnig niður á táknrænum þáttum sem liggja sjálfsmyndum og samfélagsgildum til grundvallar, eins og orðspori Íslands erlendis.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert