Fallist á undanþágu frá hvíldartíma

AP

Fasta­nefnd EFTA ríkj­anna hef­ur samþykkt und­anþágu­beiðni Íslands frá regl­um Evr­ópu­sam­bands­ins um akst­ur og hvíld at­vinnu­bíl­stjóra. Þar með er fall­ist á sér­stöðu Íslands í sam­göngu­mál­um en vega­kerfi lands­ins og aðstæður at­vinnu­bíl­stjóra til hvíld­ar hér á landi eru mjög frá­brugðnar því sem ger­ist á meg­in­landi Evr­ópu auk þess sem ís­lenskt veðurfar get­ur sett strik í reikn­ing­inn.

Reglu­gerð Evr­ópu­sam­bands­ins mun því verða inn­leidd hér á landi með meiri sveigj­an­leika en í öðrum ríkj­um á hinu evr­ópska efna­hags­svæði, að því er fram kem­ur á vef Sam­taka at­vinnu­lífs­ins.

Með ákvörðun sinni hafnaði fasta­nefnd­in ákvörðun Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA sem hafði lagst gegn und­anþágu­beiðnun­um.

Sam­gönguráðuneytið sendi und­anþágu­beiðni til ESA þann 14. apríl 2008. Í kjöl­farið fól ESA sér­fræðing­um að leggja mat á beiðnina og kom skýrsla þeirra út í sept­em­ber 2008.  Í skýrsl­unni er lagt mat á hvort hætta væri á aukn­um um­ferðarslys­um og hvort um­ferðarör­yggi væri stefnt í hættu ef fall­ist yrði á und­anþágu­beiðnina.

Í mati sér­fræðing­anna er lögð áhersla á að at­vinnu­bíl­stjór­ar í land- og fólks­flutn­ing­um á Íslandi geti yf­ir­leitt náð ákvörðun­arstað á ein­um degi, ólíkt því sem geng­ur og ger­ist á meg­in­landi Evr­ópu. Veður­skil­yrði og aðrar aðstæður á Íslandi, einkum að vetri til, leiði jafn­framt til þess að öku­menn aki hæg­ar en ella. Tíma­mörk reglu­gerðar­inn­ar gætu því skapað streitu hjá ís­lensk­um bíl­stjór­um og jafn­vel haft áhrif á um­ferðarör­yggi. Sögðu þeir jafn­framt að akst­ur á ís­lensk­um veg­um væri ekki eins ein­hæf­ur og yf­ir­leitt á meg­in­land­inu og því síður lík­legt að syfja sæki á öku­menn á Íslandi.

Sér­fræðing­arn­ir mæltu því með að und­anþágan yrði veitt en ESA taldi ekki rétt að fara að ráði þeirra. Fasta­nefnd EFTA ríkj­anna komst hins veg­ar að ann­arri niður­stöðu og ákvað að samþykkja und­anþágu­beiðni Íslands frá regl­um Evr­ópu­sam­bands­ins um akst­ur og hvíld at­vinnu­bíl­stjóra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert