Fjórðungur vissi um svik

mbl.is/Friðrik

Tæplega 25% hafa vitneskju um einhvern sem hefur stundað vátryggingasvik, um 87% voru sammála því að vátryggingasvik væru alvarleg brot og rétt yfir helmingur úrtaks í skoðanakönnun, sem Capacent-Gallup framkvæmdi 29. janúar til 4. febrúar síðastliðinn, var líklegur til að tilkynna vátryggingabrot ef hægt væri að gera það nafnlaust.

Könnunin var gerð fyrir Samtök fjármálafyrirtækja, SFF, til að meta viðhorf íslensks almennings á aldrinum 16-75 ára til vátryggingasvika. Þátttakendur voru spurðir 5 spurninga um vitneskju um vátryggingasvik þriðja aðila, almenn viðhorf til vátryggingasvika og hvort viðkomandi myndi tilkynna vátryggingasvik ef hægt væri að gera það nafnlaust.

Í grein í Morgunblaðinu í gær segir Ólafur Lúther Einarsson, lögmaður hjá Vátryggingafélagi Íslands, að vátryggingasvik eigi stóran þátt í iðgjaldahækkunum og kunni að kosta hverja fjölskyldu tugi þúsunda á ári. Ef miðað er við greiddar tjónabætur árið 2007, sem voru 26 milljarðar í bætur til einstaklinga og fyrirtækja, og viðurkennt hlutfall vátryggingasvika telur hann ljóst að vátryggingafélögin hafi það ár greitt 1,3-3,9 milljarða króna til aðila, sem áttu ekki rétt á þeim greiðslum.

Ólafur Lúther benti á að í könnun í Svíþjóð 2005 hefðu 19% svarenda sagst þekkja einhvern sem hefði fengið greiddar tjónabætur án þess að eiga rétt á þeim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka